top of page

Nýtt verkefni að hefjast / Starting a new project

Þann 15. júní fékk ég afhentan styrk frá Menningarsjóði VÍB til að vinna að mjög spennandi og krefjandi verkefni. Í fyrradag fékk ég svo póst þess efnis að Tónlistarsjóður ákvað líka að styrkja verkefnið. Ég er mjög þakklát fyrir það og hlakka mikið til að hefjast handa. Verkefnið heitir „Ný íslensk tónlist fyrir barnakóra” og felur í sér að semja 12 ný íslensk lög fyrir yngsta stig barnakóra, það er fyrir 6-10 ára börn. Verkefnið hefst á rannsóknarvinnu þar sem tekin verða viðtöl við reyndustu barnakórstjóra landsins og þannig komist að því hvers konar tónlist virkar best fyrir þennan aldur og hvað vantar inn í flóruna af barnakórlögum. Að þeirri vinnu lokinni munu laga- og textasmíðarnar hefjast en lagasmíðarnar verða í mínum höndum en textar laganna verða í höndum þriggja ljóðskálda/textahöfunda. Þegar lögin verða tilbúin verða útbúin tilraunahefti með nótum af lögunum sem og „demo" til hlustunar sem verður dreift til barnakórstjóra á landinu. Ég starfa sjálf við barnakórstjórn og mun einnig prufukeyra lögin næsta haust með mínum hópum. Þegar reynsla verður komin á lögin verður útbúin lokaútgáfa af nótnaheftinu og lögin tekin upp í endanlegri mynd og gefin út með bókinni.

Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að auka nýbreytni og þróun í barnakórastarfi landsins og þannig efla það enn frekar. Til að viðhalda áhuga barnanna á söngnum verður að vera endurnýjun og þróun í starfinu og á efninu sem þeim er kennt. Einnig finnst mér mikilvægt að textarnir séu í takt við tímann, séu á góðri íslensku og hafi góðan og fallegan boðskap.

The 15th of June I received a grant from Menningarsjóður VÍB to work on a really exciting project. Two days ago I got an email from Tónlistarsjóður and they are also funding the project. I am really grateful for that and I can't wait to start. The project is called "New music for children's choir" and involves composing 12 new songs for the youngest part of children's choir (6-10 years old). The project starts with research and interviews to get information to build on. I will compose the songs myself but the texts/poems will be in the hands of three young poets. When the songs will be ready we will make a prototype of the edition and rehearse the songs with some children's choir, including the one I conduct. In the end of that process the songs will published in a book with a CD with recordings.

The aim of the project is to increase innovation and development in children's choirs in Iceland. To maintain the children's interest in singing we have to have development in the material we are teaching them, it has to be in sync with the times we are living. I think it's also important that the texts deal with today's issues, that they are in their mother language and have good and beautiful message.


Nýlegt / recent
Archive
bottom of page